Breyting á auðkenningu í Afurð
Matvælaráðuneytið vekur athygli á að lokað hefur verið fyrir eldri innskráningarþjónustu og umboðskerfi á Ísland.is. Tilgangur breytingarinnar er að auka öryggi og rekjanleika innskráninga.
Einstaklingar/prókúruhafar fyrirtækja hafa áfram aðgang að Afurð en ekki er lengur hægt að nota Íslykil, innskráning/auðkenning verður framvegis einungis möguleg með rafrænum skilríkjum.
Matvælaráðuneytið vill því hvetja þá aðila, sem hingað til hafa nýtt hafa sér innskráningu í Afurð með Íslykli til að sækja sér rafræn skilríki en upplýsingar um afgreiðslustaði rafrænna skilríkja má finna hér:
Upplýsingar um rafræn skilríki
Afgreiðslustaðir rafrænna skilríkja
UMBOÐ: Tekið skal fram að einstaklingar og prókúruhafar fyrirtækja geta gefið öðum einstaklingum skilgreint umboð að Afurð á Mínum síðum hjá ísland.is. Það er gert í gegnum aðgangsstýringakerfi ísland.is.
Frekari leiðbeiningar má finna hér að neðan:
AFURÐ
Tölvukerfið Afurð er stafrænt stjórnsýslukerfi matvælaráðuneytisins. Stafræn stjórnsýsla tryggir aukinn aðgang borgara að þjónustu hins opinbera, eykur skilvirkni og gagnsæi. Meginverkefni Afurðar er að halda utan um framkvæmd búvörusamninga. Markmiðið er að auðvelda framleiðendum í landbúnaði aðgengi að upplýsingum, sem og að auðvelda og styrkja stjórnsýslu í tengslum við framkvæmd á búvörusamningum ríkis og bænda. Með Afurð nýtir stjórnsýslan sér stafrænar lausnir og yfirgripsmiklar gagnalindir í landbúnaði sem eykur þjónustustig, tryggir nútímalegra starfsumhverfi og gegnsæi við framkvæmd búvörusamninga.
Matvælasjóður
Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvæla. Sjóðnum er einnig heimilt að styðja við vöruþróun og markaðssókn á erlendum mörkuðum. Sjóðurinn fylgir eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Fara á vefsíðu um Matvælasjóð.
Þróunarfé búgreina
Þróunarfjármunum búgreina er úthlutað af matvælaráðuneytinu í samræmi við ákvæði búvörusamninga hverrar greinar og reglugerða um stuðning við viðkomandi grein. Þeim er ætlað að styðja við kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í greinunum. Fagráð búgreina sem starfa samkvæmt búnaðarlögum leggja mat á umsóknir og eru meðmæli þeirra forsenda styrkveitinga ráðuneytisins. er eftir umsóknum tvisvar á ári, Sótt er um eftir búgreinum: nautgriparækt, sauðfjárrækt og garðyrkju.