Skúlagötu 4 | 101 Reykjavík | Sími: 545 9700 | www.stjornarradid.is | Netfang: postur@mar.is
Tölvukerfið Afurð hefur fengið þjónar stafrænni stjórnsýslu í matvælaráðuneytinu. Stafræn stjórnsýsla tryggir aukinn aðgang borgara að þjónustu hins opinbera, eykur skilvirkni og gagnsæi. Hlutverk Afurðar eru í dag þrenns konar:
Greiðslukerfi landbúnaðarins (framkvæmd búvörusamninga)
Í landbúnaði hefur þetta verið gert með markvissum hætti í tengslum við framkvæmd búvörusamninga. Markmiðið er að auðvelda framleiðendum í landbúnaði aðgengi að upplýsingum, sem og að auðvelda og styrkja stjórnsýslu í tengslum við framkvæmd á búvörusamningum ríkis og bænda.
Með AFURÐ nýtir stjórnsýslan sér stafrænar lausnir og yfirgripsmikla gagnagrunna í landbúnaði sem eykur þjónustustig og gegnsæi við framkvæmd búvörusamninga. AFURÐ var opnuð þann 5. desember 2019 fyrir alla framleiðendur í landbúnaði. Í AFURÐ er jarðabók fyrir öll bú landsins. Umráðamaður hvers bús hefur aðgang að upplýsingum bús síns með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Í jarðabókinni eru grunnupplýsingar um bú, umráðamann bús, handhafa greiðslna, og eigendur skv. lögbýlaskrá. Einnig eru þar upplýsingar um gripi búsins skv. gögnum úr skýrsluhaldskerfum, yfirlit yfir allar stuðningsgreiðslur, greiðslumark o.fl. Í AFURÐ er rafrænt umsóknarkerfi, þar sem framleiðendur í landbúnaði geta sótt um stuðningsgreiðslur í tengslum við búvörusamninga. Ýmsir aðilar sem annast leiðbeiningar og þjónustu við bændur, s.s. Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, afurðastöðvar o.fl. hafa aðgang að AFURÐ.
Matvælasjóður
Í mars 2022 var opnaður sérstakur hluti Afurðar fyrir Matvælasjóð. Þar geta umsækjendur lagt inn umsóknir um styrki í fjórum styrkjaflokkum. Fara á vefsíðu um Matvælasjóð. Fara í Matvælasjóðsvef í Afurð.
Þróunarfé búgreina
Í aprí 2022 opnar sérstakur hluti Afurðar fyrir þróunarverefni búgreina. Þar geta umsækjendur lagt inn umsóknir um styrki um fjármagn til þróunarverkefna búgreina.
Vakin er athygli á að umsóknarfrestur um þróunarverkefni búgreina er framlengdur til 28. apríl 2022. Auglýst er eftir umsóknum tvisvar á ári, og er nú um fyrri úthlutun að ræða. Unnið er að því að opna fyrir allar umsóknir á næstu dögum. Til að fara inn á umsóknarvef Afurðar er smellt á rafrænt auðkenni hér til vinstri fyrir þróunarfé (neðri mynd), en einnig má smella hér.
Í nautgriparækt eru styrkhæf þau verkefni sem talið er að styrki íslenska nautgriparækt og fela í sér rannsóknir og þróunarverkefni. Þróunarfé nautgriparæktar var aukið um 30 milljónir króna fyrir árið 2022.
Í sauðfjárrækt eru styrkhæf þau verkefni sem talið er að styrki íslenska sauðfjárrækt og falla undir það að vera kennsla, rannsóknir, leiðbeiningar og/eða þróun í sauðfjárrækt.
Í garðyrkju eru styrkhæf þau verkefni sem talið er að styrki íslenska garðyrkju og falli undir það að vera ráðgjafarverkefni, kynningarverkefni, rannsókna- eða tilraunaverkefni, vöruþróunarverkefni, verkefni sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og endurmenntunarverkefni.